Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 22. maí 2020 13:00
Miðjan
Bitinn af lögregluhundi í upphitun og missti af leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janus Guðlaugsson er gestur Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni í þessari viku.

Þar ræðir hann ótrúlegt atvik sem átti sér stað fyrir leik Fortuna Köln og Rot-Weiss Essen í Þýskalandi árið 1985. Janus var að fara að spila með Fortuna Köln þegar hann varð fyrir meiðslum á ótrúlegan hátt fyrir leik.

„Við vorum að hita upp og ég fer að ná í bolta bakvið markið. Áður en ég veit af er kominn scheffer hundur með ginið í lærið á mér. Ég kasta mér strax niður og slepp nokkuð vel en er með þrjú tannaför í lærinu á mér. Það blæddi örlítið en ekki mikið," sagði Janus í Miðjunni.

„Upphitunin var stöðvuð og ég var drifinn inn í búningsherbergi. Læknirinn tók strax upp sprautu og sprautaði fyrir stífkrampa til að ég myndi ekki fá sýkingu. Ég missti af þessum leik."

Um var að ræða hund sem lögreglumaður var með á vellinum. Hundurinn slapp frá lögreglumanninum og hafði ætlað sér að ná boltanum áður en Janus tók hann upp.

„Félagið kærði málið til lögreglu og vildi fá að endurtaka leikinn eftir að við töpuðum 3-2. Svo varð ekki og málið var látið niður falla," sagði Janus.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Janus var landsliðsmaður í handbolta og fótbolta
Athugasemdir
banner
banner