banner
   sun 22. maí 2022 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlín tryggði Pitea stig - Emelía kom við sögu
Mynd: Piteå

Íslendingar voru í eldlínunni í efstu deild kvenna í Svíþjóð í dag.


Pitea og Hacken mættust í Íslendingaslag, Hacken var marki yfir í hálfleik en þegar skammt var eftir af leiknum fékk Pitea vítaspyrnu. Hlín Eiríksdóttir steig á punktinn og skoraði og tryggði liðinu eitt stig.

Agla María Albertsdóttir lék 80 mínútur fyrir Hacken.

Berglind Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro sem tapaði 1-0 gegn Vittsjö. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir komu inná sem varamenn hjá Kristianstad gegn AIK í öruggum 5-1 sigri.

Svava Rós Guðmundsdóttir lék 80 mínútur í 2-1 sigri Brann gegn Kolbont í efstu deildinni í Noregi. Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrri hálfleikinn í risa sigri Valerenga gegn Arna-Björnar en leik lauk með 9-1 sigri.

Selma Sól Magnúsdóttir lék síðasta hálftímann í 3-1 sigri Rosenborg gegn Avaldsnes.


Athugasemdir
banner
banner