Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. maí 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Þetta er saga lífs míns
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með tímabilið í heild sinni en segir að það sé nóg svigrúm fyrir bætingar. Hann óskar Pep Guardiola og Manchester City til hamingju með titilinn.

Það var dramatík fram að síðustu mínútu ensku úrvalsdeildarinnar.

Man City var 2-0 undir þegar fimmtán mínútur voru eftir og þá var Liverpool að gera 1-1 jafntefli við Wolves. Man City kom til baka gegn Aston Villa og vann 3-2, á meðan Mohamed Salah og Andy Robertson tryggðu Liverpool 3-1 sigur.

Liverpool endar með 92 stig, stigi á eftir Man City. Þetta var fjórði deildaritill City á fimm árum.

„Ég vil óska Manchester City og Pep Guardiola til hamingju og svo einnig þakka Aston Villa og Wolves fyrir að hafa búið til alvöru leiki."

„Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum. Þetta var smá rússíbani en ég veit ekki alveg hvernig úrslitin voru en ég veit að þeir komust í 1-0. Komust þeir svo í 2-0? Það eru auðvitað smá vonbrigði hér líka."

„Ef það er 5-0 fyrir City eftir tíu mínútur þá hefði þetta verið eðlilegur leikur fyrir okkur. Þetta var ekki okkar besti leikur heldur en þetta er allt í góðu. 92 stig er alveg ótrúlegt. Við vildum vinna allt en þetta er allt í lagi."


Klopp segir að þetta sé svolítið saga lífs hans að lenda í öðru sæti.

„Það að enda í öðru sæti er saga lífs míns. Ég á enn metið í Þýskalandi að ná í flest stig án þess að komast upp um deild. Þú þarft að vera með fleiri stig en önnur lið en við náðum því ekki."

Reyna aftur á næsta tímabili

Hann var ánægður með sína menn og segir að nú sé svigrúm til bætinga.

„Þú getur ekki gert meira en þitt allra besta og það er það sem strákarnir gerðu enn og aftur. Við vorum að elta besta lið heims alveg fram að síðustu mínútu og það er sérstakt. Við munum byggja liðið aftur og reyna aftur."

„Ef ég hefði vitað stöðuna fyrir tímabilið þá hefði ég örugglega tekið þessu en ég er ekki viss með deildina. Ef þú vilt vinna stórt þá verður þú að vera tilbúinn að tapa stórt. Það er það sem við gerðum í dag."

„Þetta snýst allt um að bregðast við. Við getum ekki brugðist við í deildinni á morgun en við getum það á næsta ári. Ég hef sagt þeim 500 milljón sinnum að þetta er besti hópur sem ég hef þjálfað á ferlinum. Það er algjör unaður að mæta í vinnuna á hverjum morgni. Við þurfum traustan grunn til að bregðast við töpum. Við vitum af hverju við unnum ekki og þurftum meiri stöðugleika í fyrri hluta tímabilsins."

„Það er svigrúm fyrir bætingar og við munum vinna í því. Það er mjög þægilegt að þuraf ekki tíu breytingar, maður byggir bara ofan á það sem maður er með. Það munum við gera."

„Ef annað fólk skilur ekki hversu sérstakur þessi klúbbur er þá get ég ekki hjálpað þeim. Vonandi getum við svo náð í þriðja bikar tímabilsins,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner