sun 22. maí 2022 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Man City biður Robin Olsen afsökunar
Mynd: Getty Images

Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum með frábærum endurkomusigri gegn Aston Villa í dag.


Man City var á heimavelli og lenti óvænt tveimur mörkum undir en náði að snúa stöðunni sér í vil á lokakaflanum.

Þúsundir stuðningsmanna óðu inn á völlinn til að fagna með leikmönnum þegar lokaflautið heyrðist og ákváðu nokkrir þeirra að reyna að meiða Robin Olsen, markvörð Aston Villa, í leiðinni.

„Manchester City vill biðja Robin Olsen innilegrar afsökunar á líkamsárásinni sem hann varð fyrir þegar áhorfendur fóru inn á völlinn eftir lokaflautið í dag," segir í yfirlýsingunni.

„Félagið er með málið til rannsóknar og mun setja árásaraðila í lífstíðarbann."

Sjá einnig:
Ráðist á markvörð Villa í fagnaðarlátunum
Roy Keane: Gæti orðið fyrir stunguárás næst


Athugasemdir
banner
banner
banner