Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vísar þessu gamla kalla tali til föðurhúsanna - „Ykkur er velkomið að kíkja á GPS-tölurnar og dæma svo"
Kjartan Henry Finnbogason fagnar gegn Keflavík
Kjartan Henry Finnbogason fagnar gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pálmi Rafn verður 38 ára síðar á þessu ári
Pálmi Rafn verður 38 ára síðar á þessu ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltarnir, Kjartan Henry Finnbogason og Pálmi Rafn Pálmason, byrjuðu báðir á bekknum í 1-1 jafntefli KR gegn Leikni á Meistaravöllum í gær en Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, segir það nauðsynlegt að hvíla menn inn á milli.

Því skal ekki svarað hvort það hafi verið sniðug hugmynd að hafa lykilmennina tvo á bekknum gegn Leikni. KR náði aðeins í stig gegn Leiknismönnum sem hafa verið í vandræðum að raða inn mörkum í byrjun móts.

Rúnar fékk ferskar lappir inn en Kjartan og Pálmi komu báðir inná þegar hálftími var eftir.

„Ekkert gaman að hafa þá á bekknum en hvorki Kjartan, Theodór Elmar, Pálmi eða þessir eldri strákar geta ekki spilað alla leiki í deildinni. Þeir eru orðnir 27, Evrópuleikir og bikarleikir, þetta eru hátt í rúmlega 30 leiki og við þurfum að dreifa álaginu inn á milli og það er það sem ég er að gera."

„Hinir leikmennirnir sem koma inn í staðinn eru allir að berjast fyrir sínu sæti og hafa staðið sig vel hingað til en í dag gekk það ekki upp og þá geta menn skellt skuldinni á mig. Hins vegar þegar menn fá tækifæri og fá að spila þá er það að leggja sig alla í þetta en menn voru að reyna og það gekk ekki alveg upp,"
sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Það er kannski verið að bjóða upp á eitthvað gamla kalla tal

Kjartan verður 36 ára í júlí á meðan Pálmi Rafn verður 38 ára í nóvember seinna á þessu ári. Þeir eru algjörir reynsluboltar í liðinu en Kjartan segir hins vegar að þetta gamla kalla ekki eiga rétt á sér því. Hlaupatölurnar segja aðra sögu.

„Nei, það er hans val. Það er hann sem tekur þessa ákvörðun, ekki ég. Það er kannski verið að bjóða upp á eitthvað gamla kalla tal sem þið og fleirum finnst gaman að tala um en ykkur er velkomið að koma inn og kíkja á GPS-tölurnar og dæma svo," sagði Kjartan við Arnar Laudfal Arnarsson í gær.

Það er ofarlega í huga þegar KR vann titilinn fyrir þremur árum en þá fóru þeir Pálmi og Óskar Örn Hauksson með bikarinn fyrir utan elliheimilið Grund og létu smella mynd af sér. Það var mikil umræða það sumarið að lið KR væri heldur gamalt en liðið sannaði það um haustið að aldur skipti ekki miklu máli.


Kjartan Henrý: Eigum að vinna svona leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner