Milos Milojevic, aðstoðarþjálfari Víkings var léttur á því eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Fjölni í dag. Milojevic var á hliðarlínunni þar sem Óli Þórðar var í banni.
Víkingar höfðu ekki unnið deildarleik síðan í fyrstu umferð og var Milos spurður hvort lykilinn væri að Óli væri upp í stúku. Hann vildi meina að svo væri alls ekki.
Víkingar höfðu ekki unnið deildarleik síðan í fyrstu umferð og var Milos spurður hvort lykilinn væri að Óli væri upp í stúku. Hann vildi meina að svo væri alls ekki.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 Fjölnir
„Ég í raununni gerði ekki neitt nema koma inn í leikinn og klæða mig flott. Óli og strákarnir voru að vinna mjög vel í síðustu viku og þetta er uppskeran af því."
„Leikurinn var allan tímann frá A-Ö í okkar höndum. Við náðum að loka vel á þeirra hættulegustu menn og leikplanið gékk vel."
Milos var afar flottur í tauinu í kvöld og var hann spurður hvort Óli Þórðar vildi gera slíkt hið sama.
„Þið þurfið að spyrja hann," sagði hinn geðþekki Milojevic með bros á vör.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir