Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. júní 2020 09:12
Innkastið
Eru Víkingarnir vörusvik?
Úr leik Víkings og Fjölnis í fyrstu umferðinni.
Úr leik Víkings og Fjölnis í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeisturum Víkings var spáð góðu gengi fyrir sumarið í Pepsi Max-deildinni. Byrjun Víkings hefur hins vegar valdið vonbrigðum en liðið gerði jafntefli við Fjölni í fyrsta leik og um helgina gerði liðið markalaust jafntefli við KA.

„Ég hitti reiðan mann í gær. Hann er ekki stuðningsmaður Víkings en hann er af gamla skólanum. Hann sagði við mig 'Þið eruð búnir að tala Víkings liðið svo mikið upp. Þetta eru vörusvik!" sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gærkvöldi.

„Þeir verða að fara að ná vopnum sínum. Annars lítur þetta út eins og nýju fötin keisarans," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

„Víkingar hafa verið kokhraustir frá byrjun og ég held að þeir hafi búist við að fá í versta falli fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir hafa hugsað að þeir gætu slysast á jafntefli gegn KA en þeir hafa reiknað með sigri gegn Fjölni. Að vera með tvö stig er ömurlegt," sagði Gunnar Birgisson.

Næstu þrír leikir Víkings eru gegn FH, KR og Val. „Það gæti vel gerst að Víkingur verði með 1-3 stig eftir fimm leiki," sagði Gunnar.

„Ég held að leikmenn niðri í Vík séu að horfa á hvorn annan og hugsa hvort þeir séu ekki jafn góðir og búið er að tala um. Þetta hlýtur að fara smá inn í sjálfstraustið og það hlýtur að kvikna efi," sagði Ingólfur.

Í Innkastinu var ástandið á Akureyrarvelli einnig rætt. KA hefur óskað eftir því að færa heimavöll sinn á félagssvæði sitt og spila á gervigrasi þar og vonast er til að þær áætlanir verði að veruleika á næstu árum.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Hvað gerðist eiginlega á Meistaravöllum?
Athugasemdir
banner
banner
banner