Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 22. júní 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Keane skilur ekkert í Mount og Chilwell - „Af hverju að tala við mótherjann?"
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur á ITV, getur ekki með nokkru móti skilið Ben Chilwell og Mason Mount en þeir eru í sóttkví eftir að Billy Gilmour greindist með Covid-19.

Gilmour greindist með Covid-19 eftir markalausa jafnteflið gegn Englendingum en eftir leik talaði hann við Mason Mount og Ben Chilwell.

Þeir spila allir saman hjá Chelsea og voru afar vinalegir á vellinum en það hafði afleiðingar. Gilmour er ekki með Skotum gegn Króötum í kvöld og þá eru Mount og Chilwell ekki með Englendingum og gætu misst af 16-liða úrslitum mótsins.

Keane skilur ekkert í Mount og Chilwell.

„Það eina sem ég skil ekki er af hverju ættir þú að vilja tala við mótherjann? Þeir töluðu saman í 20 mínútur og mér er alveg sama þó svo hann sé liðsfélagi þinn eða ekki," sagði Keane.

„Ég nenni varla að tala við fólk í meira en fimm mínútur. Af hverju myndir þú vilja tala við einhvern í svona langan tíma þegar þú varst í stríði við leikmanninn. Þeir hefðu átt að vita betur," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner