Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 22. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert vanmat hjá Víkingum - Þurfa að klára eitt verkefni til að fá gulrótina
,,Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum''
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halldór Smári
Halldór Smári
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Já, klárlega er það aukagulrót. Það eru þvílík verðlaun í boði og yrði þvílíkt test fyrir liðið og þvílíkt test fyrir mig sem þjálfara," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, aðspurður um möguleikann á því að mæta Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

Víkingur lagði Levadia Tallinn í gær og mætir Inter Escaldes í úrslitaleik á föstudag um hvort liðið mætir sænsku meisturunum í Malmö í 1. umferð forkeppninnar. Inter er ríkjandi meistari í Andorra.

„Ef við vinnum á föstudaginn, sem við ætlum okkur svo sannarlega, erum við komnir í 1. umferð í forkeppninni."

Seturu kröfu á að vinna Inter nokkuð sannfærandi á föstudag?

„Jú, krafan er fyrst og fremst að vinna þann leik. Ég held að þeir séu ekki nálægt því 'leveli' sem Levadia er. Stundum gerast skrítnir hlutir í fótbolta ef menn mæta með einhverjum hálfkæringi og ætla að taka þetta með annarri. Við þurfum að mæta með sama orkustig, reyna að keyra yfir þá og reyna að forðast meiðsli þar sem það er stutt á milli leikja. Það er spurning um að hreyfa aðeins við liðinu, ég veit það ekki ennþá. Það er ekkert vanmat, ég þarf að negla því inn í hausinn á þeim að það er eitt verkefni eftir til að njóta þess að fá að spila á móti Malmö."

Halldór Smári Sigurðsson, einn af markaskorurum Víkings, ræddi einnig við Fótbolta.net í gær.

„Ég sá ekki leikinn í dag [sem Inter vann] en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór.

Milos Milojevic, þjálfari Malmö, er fyrrum þjálfari Víkings.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 19:30 og fer fram á Víkingsvelli.
Arnar Gunnlaugs: Fólk mun tala um að Eistland séu lélegir í fótbolta
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Athugasemdir
banner
banner
banner