Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júní 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Vanda segir KSÍ standa við bakið á Arnari en staða hans verði metin í haust
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson fékk talsverða gagnrýni í síðasta landsleikjaglugga og umræðuefni hvort íslenska liðið sé á réttri leið undir hans stjórn.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir í samtali við Vísi að sambandið standi við bakið á Arnari í þeirri uppbyggingu sem sé í gangi.

„Mér finnst mjög mikilvægt, og ég horfi eftir því, að það séu framfarir og ég sá framfarir í leik liðsins. Erum við komin alla leið og orðin fullkomin? Nei. En það tekur tíma að byggja upp þegar svo mikil reynsla hverfur," segir Vanda.

„Varðandi Arnar þá er það stjórn sem ræður landsliðsþjálfara og þetta hefur ekki verið rætt. Hann er þjálfari liðsins og sú staða hefur ekkert breyst."

Vanda segir þó að staða Arnars verði rædd í haust eftir Þjóðadeildina en þá mun hann eiga ár eftir af samningi sínum.

„Það er náttúrulega bara hlutverk okkar, mín sem formanns og stjórnar KSÍ. Mér finnst það bara mjög eðlilegt og held að það sé eitthvað sem að allir geri," segir Vanda.

Ísland þarf að treysta á að Albanía hirði stig af Ísrael í september og þá þarf Ísland að vinna Albaníu til að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni og koma sér upp í A-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner