Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. júlí 2021 09:32
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að ná samkomulagi við Real um Varane
Varane er 28 ára miðvörður.
Varane er 28 ára miðvörður.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé í viðræðum við Real Madrid um kaup á varnarmanninum Raphael Varane.

Ole Gunnar Solskjær er ákveðinn í að fá inn nýjan miðvörð til að spila við hlið Harry Maguire og vonast til að United geti barist um enska meistaratitilinn á komandi tímabili.

Victor Lindelöf hefur spilað við hlið Maguire undanfarin tímabil en talið er að þörf sé á betri leikmanni í hans stað til að liðið geti barist um stóra titla að nýju.

Varane á innan við eitt ár eftir af samningi sínum við Real en spænska félagið gæti misst franska landsliðsmanninn á frjálsri sölu á næsta ári.

Forráðamenn Real virðast þó tregir til að selja Varane eftir að hafa misst annan miðvörð, Sergio Ramos, sem yfirgaf félagið í sumar þegar samningur hans rann út.

Daily Mail segir að Manchester United hafi vitneskju um að Varane vilji koma á Old Trafford og nú segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano að enska stórliðið hafi verið í viðræðum við Real Madrid síðustu sjö daga til að reyna að ná samkomulagi.

Varane vill ekki skilja við Real Madrid í illindum eftir langa veru hjá félaginu. Hann hefur verið hjá Ral í áratug, unnið La Liga þrívegis, Meistaradeildina fjórum sinnum og HM félagsliða fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner