FH 1 - 1 ÍA
0-1 Hinrik Harðarson ('68)
1-1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('94)
0-1 Hinrik Harðarson ('68)
1-1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('94)
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 ÍA
FH og ÍA áttust við í eina leik kvöldsins í Bestu deild karla og var mikil skemmtun í fyrri hálfleik, þar sem heimamenn sóttu stíft og fengu góð færi en tókst ekki að taka forystuna.
FH-ingar sköpuðu mikið af færum og komust Kjartan Kári Halldórsson og Sigurður Bjartur Hallsson næst því að skora undir lok fyrri hálfleiks en staðan hélst markalaus.
Gestirnir frá Skaganum beittu stórhættulegum skyndisóknum og komust einnig nálægt því að skora þegar Jón Gísli Eyland Gíslason þrumaði í stöngina og út.
Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað og var lítið um færi þar til Hinrik Harðarson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu á 68. mínútu.
Gestirnir tóku þannig forystuna og héldu henni allt þar til seint í uppbótartíma eftir mikla pressu frá FH. Björn Daníel Sverrisson átti skot í stöng á lokakaflanum en í uppbótartíma tókst Gyrði Hrafni Guðbrandssyni að jafna metin og bjarga stigi fyrir heimamenn.
Lokatölur urðu 1-1 og eru FH og ÍA áfram í harðri baráttu í efri hluta Bestu deildarinnar. Eitt stig skilur liðin að í fjórða og fimmta sæti.
Athugasemdir