Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Cantona dýrkar Yamal - „Boltinn á að vera vinur þinn“
Mynd: EPA
Franska goðsögnin Eric Cantona elskaði það að horfa á Lamine Yamal spila á Evrópumótinu í sumar og hefur nú gefið honum góð ráð fyrir framtíðina.

Cantona var ekki bara frábær á velli heldur hafa áhugamenn um fótbolta einnig fengið að kynnast listrænu hlið hans síðustu tvo áratugi.

Frakkinn hafði mikla ástríðu fyrir fótbolta og hefur enn. Sú ástríða er nú sterkari eftir að hafa horft á Yamal spila með Spánverjum á EM.

Yamal var valinn besti ungi leikmaður mótsins með eitt mark og fjórar stoðsendingar og dýrkaði Cantona hverju einustu mínútu sem hann sá af leikmanninum.

„Ég dáist að leikstíl Spánar og að hafa leikmann eins og Yamal er alger skemmtun því þú veist aldrei hvað hann er að fara gera. Hann kemur öllum á óvart með kúnstum sínum í hvert einasta sinn sem hann stígur á völlinn. Sýn, tækni og ákvörðunartaka er í hæsta klassa og ég er að elska það!“

„Mitt ráð til hans er að njóta leiksins. Hafðu þessa ástríðu fyrir fótboltanum og elskaðu íþróttina. Boltinn á að vera vinur þinn og að eiga þetta sérstaka samband með honum er svo sannarlega töfrandi. Boltinn er ekki óvinur þinn en því miður halda margir leikmenn það. Þegar þú horfir á Lamine Yamal spila þá getur þú séð að hann kemur fram við boltann eins og vin, jafnvel eins og bróðir,“
sagði Cantona við Athletic.

Yamal verður áfram í sviðsljósinu með Barcelona á næstu leiktíð en hann verður í treyju númer 19. Það er gamla númer Lionel Messi, en hann spilaði í því númeri í byrjun ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner