Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 22. ágúst 2019 09:43
Magnús Már Einarsson
Fraser Forster á leið til Celtic á láni
Fraser Forster, markvörður Southampton, er á leið til Celtic á láni út tímabilið.

Hinn 31 árs gamli Forster er á eftir Angus Gunn og Alex McCarthy í röðinni hjá Southampton.

Hann er nú á leið til Celtic á nýjan leik en Southampton keypti Forster frá skoska félaginu árið 2014.

Hjá Celtic mun Forster berjast við Craig Gordon og Scott Bain um markvarðarstöðuna en sá síðarnefndi meiddist í síðustu viku.
Athugasemdir
banner