FH-ingar unnu býsna þægilegan sigur gegn HK á heimavelli í Pepsi Max-deildinni en leikar enduðu með 4-0 sigri FH-inga.
„Það var bara mjög gott að vinna sannfærandi sigur þó svo við hleyptum þeim kannski býsna nálægt okkur og gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik sérstaklega og mér fannst við vera smá sofandi í föstum leikatriðum en maður er fyrst og fremst ánægður að þetta var sannfærandi og öruggur sigur," sagði Logi Ólafsson þjálfari FH í viðtali beint eftir leik.
„Það var bara mjög gott að vinna sannfærandi sigur þó svo við hleyptum þeim kannski býsna nálægt okkur og gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik sérstaklega og mér fannst við vera smá sofandi í föstum leikatriðum en maður er fyrst og fremst ánægður að þetta var sannfærandi og öruggur sigur," sagði Logi Ólafsson þjálfari FH í viðtali beint eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 HK
Logi Tómasson og Ólafur Karl Finsen byrjuðu báðir sinn fyrsta leik fyrir FH í Pepsi-Max deildinni, hvað fannst Loga um frammistöðu þeirra í dag?
„Mér fannst hún bara góð, og það er ekkert einfalt að koma inn eins og Ólafur Karl sem hefur lítið spilað með Val og hann þarf tíma og sama má segja um Loga. Hann hefur kannski fengið aðeins fleiri tækifæri en Óli en þeir stóðu sig bara virkilega vel."
FH-ingar hafa fengið til sín Eggert Gunnþór, Loga Tómasson og Ólaf Karl Finsen. Er krafan sett á Íslandsmeistaratitil í ár?
„Við höfum nú bara einsett okkur það að taka einn leik fyrir í einu og þetta er hörð barátta og það eru fullt af góðum liðum fyrir ofan okkur og í kringum okkur, þannig það er alltof snemmt að fara spá einhverju um það."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir