Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   lau 22. ágúst 2020 16:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Logi Ólafs: Tökum bara einn leik í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar unnu býsna þægilegan sigur gegn HK á heimavelli í Pepsi Max-deildinni en leikar enduðu með 4-0 sigri FH-inga.

„Það var bara mjög gott að vinna sannfærandi sigur þó svo við hleyptum þeim kannski býsna nálægt okkur og gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik sérstaklega og mér fannst við vera smá sofandi í föstum leikatriðum en maður er fyrst og fremst ánægður að þetta var sannfærandi og öruggur sigur," sagði Logi Ólafsson þjálfari FH í viðtali beint eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 4 -  0 HK

Logi Tómasson og Ólafur Karl Finsen byrjuðu báðir sinn fyrsta leik fyrir FH í Pepsi-Max deildinni, hvað fannst Loga um frammistöðu þeirra í dag?

„Mér fannst hún bara góð, og það er ekkert einfalt að koma inn eins og Ólafur Karl sem hefur lítið spilað með Val og hann þarf tíma og sama má segja um Loga. Hann hefur kannski fengið aðeins fleiri tækifæri en Óli en þeir stóðu sig bara virkilega vel."

FH-ingar hafa fengið til sín Eggert Gunnþór, Loga Tómasson og Ólaf Karl Finsen. Er krafan sett á Íslandsmeistaratitil í ár?

„Við höfum nú bara einsett okkur það að taka einn leik fyrir í einu og þetta er hörð barátta og það eru fullt af góðum liðum fyrir ofan okkur og í kringum okkur, þannig það er alltof snemmt að fara spá einhverju um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner