Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvaro Morata kominn aftur til Juventus (Staðfest)
Morata og Pavel Nedved.
Morata og Pavel Nedved.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata er genginn í raðir Juventus á nýjan leik. Spænski framherjinn kemur frá Atletico Madrid.

Hann lék með Juventus á árunum 2014-2016 og gekk í kjölfarið í raðir Real Madrid. Næst hélt hann svo til Chelsea og þaðan til Atletico Madrid sem það félag sem hann hóf að æfa með í yngri flokkum.

Morata kemur að láni út þessa leiktíð og getur Juventus keypt hann í kjölfarið. Juventus greiðir um 10 milljónir evra fyrir lánssamninginn. Morata verður 28 ára í næsta mánuði og á að baki 33 landsleiki. Í þeim hefur hann skorað 17 mörk.

Háværar sögusagnir eru um að Luis Suarez gangi í raðir Atletico í kjölfar brottfarar Morata.


Athugasemdir
banner