Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Arnar á skotskónum er U19 hjá FCK vann danska bikarinn
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Hulda Margrét
Lið FC Kaupmannahafnar og Nordsjælland öttu í kvöld kappi í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í flokki U19 ára.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er á mála hjá FCK og skoraði hann eitt marka liðsins í 3-1 sigri. Hákon varð sautján ára fyrr á þessu ári.

Mark Hákons, sem hann skoraði á 83. mínútu leiksins, var þriðja mark FCK í leiknum en Hákon hafði einnig átt þátt í öðru marki liðsins. Hákon var svo tekin af velli undir lok leiksins.

Hákon gekk í raðir FCK fyrir rúmu ári síðan og var í janúar síðastliðnum í liði Íslands sem tók þátt í æfingamóti í Hvíta-Rússlandi í flokki U17 ára liða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner