Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Hitnar undir Óskari? - Verður að sjá hvort tímaramminn sé nægur
Breiðablik hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Breiðablik hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tapaði í gær 0 - 2 fyrir KR í Pepsi Max-deildinni. KR sló þá einnig út úr Mjólkurbikarnum fyrir 12 dögum síðan og í millitíðinni töpuðu Blikar fyrir FH í deildinni.

Liðið er sem stendur í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og liðin í næstu tveimur sætum fyrir ofan, KR og Stjarnan, eiga leik til góða á þá.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins hefur verið að koma sínum svip á Breiðabliks liðið í sumar en liðið spilar mjög frábrugðið því sem það hefur gert undanfarin tvö ár þegar þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar undir stjórn Ágústs Gylfasonar.

Í viðtali við Baldvin Már Borgarson á Fótbolta.net eftir leikinn í gær talaði Óskar um að liðið hafi ekki haldið skipulagi og það hafi verið agaleysi í leik liðsins.

Baldvin spurði þá Óskar Hrafn hvort það taki hann enn lengri tíma að koma hans stefnu á liðið en hann ætlaði sér?

„Ég veit það ekki en það virðist vera sem það taki lengri tíma en flestir myndu vilja. Það er erfitt að setja tímaramma á það því það tekur þann tíma sem það tekur. Svo verða menn að ákveða hvort það taki of langan tíma," sagði Óskar Hrafn og gaf svo í lokin í skyn að hann vissi ekki hvað hann fengi mikla þolinmæði í starfi:

„Mér finnst menn vera að gera mistök sem ég hefði heldur viljað vera laus við í lok september. Svo verður bara að sjá hvort tímaramminn sé nægur í þessum bransa sem við erum í."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner