Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. september 2020 21:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Guðni til Brann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson er genginn í raðir norska félagsins Brann. Hann kemur á frjálsri sölu en hann hefur verið á mála hjá Krasnodar í Rússlandi.

Jón er 31 árs gamall miðvörður sem einnig getur spilað á miðjunni og í vinstri bakverði. Hann á að baki sautján A-landsleiki.

„Það er frábært að vera hér og ég hlakka til að komast inn á völlinn og hitta mína nýju liðsfélaga," sagði Jón við undirskriftina. Samningur Jóns gildir út þetta keppnistímabil (út 2020).

Fyrsta æfing Jóns Guðna verður á morgun og er næsti leikur Brann gegn Kristiansund næsta sunnudag.


Athugasemdir