mið 22. september 2021 10:03
Elvar Geir Magnússon
Spilaði síðast fyrir Man Utd þegar Bruno var leikmaður Sporting
Phil Jones á æfingasvæði Manchester United.
Phil Jones á æfingasvæði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Phil Jones er í leikmannahópi Manchester United sem mætir West Ham í enska deildabikarnum í kvöld.

Varnarmaðurinn hefur verið frá keppni í 20 mánuði en hann hefur ekki spilað fyrir United síðan í bikarleik gegn Tranmere í janúar 2020 en hann var meðal markaskorara í 6-0 sigri.

Til að setja þetta í samhengi þá var Bruno Fernandes, miðjumaður United, þá leikmaður Sporting í Lissabon.

Jones, sem er 29 ára, hefur verið að glíma við alvarleg meiðsli á hné. Hann fór í aðgerð fyrir þrettán mánuðum en ferðatakmarkanir vegna Covid-19 flæktu endurhæfinguna.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist samgleðjast Jones og það sé gleðiefni að hann sé mættur aftur.

„Hann hefur klárað tvo heila leiki með varaliðinu og spilað nokkrar mínútur bak við tjöldin. Hann hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu," segir Solskjær

Manchester United mætti West Ham í úrvalsdeildinni um síðustu helgi og það var alltaf vitað mál að Solskjær myndi nota komandi deildabikarleik til að hvíla menn.

Sjá einnig:
Jones sér fram á bjartari tíma - „Það var erfitt að horfa á fótbolta"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner