Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 22. september 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildin í sjö vikna frí yfir HM
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin mun fara í sjö vikna frí þegar HM 2022 fer fram í Katar eftir eitt og hálft ár.

Hætt verður keppni í úrvalsdeildinni 12. nóvember og mun boltinn byrja að rúlla á ný 26. desember, tæpum sjö vikum síðar.

Þetta mun hafa gífurleg áhrif á dagatalið í ensku úrvalsdeildinni og öðrum keppnum í Evrópu. Leikjaálag mun aukast til muna og mun úrvalsdeildartímabilið því byrja einni viku fyrr en vanalega (6. ágúst) og ljúka einni viku síðar (28. maí). Þetta gerir það að verkum að úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og ensku bikarkeppninnar færast fram í júní.

Evrópska knattspyrnusambandið vill þá ljúka riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir upphaf heimsmeistaramótsins, sem mun auka enn frekar á leikjaálagið haustið 2022. Spáð er að álagið verði svipað og þegar Covid hafði sem mest áhrif á heiminn.
Athugasemdir
banner
banner