Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. september 2022 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bendir á áhugaverða tölfræði í tengslum við Elínu Mettu
Icelandair
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Elín Metta Jensen er áfram í landsliðshópnum þrátt fyrir mikla bekkjarsetu í félagsliði sínu, Val.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi að allir leikmennirnir sem hann hefði valið ættu það skilið að vera áfram í hópnum.

Þorsteinn var spurður að því í viðtali eftir fundinn hvort honum þætti það skrítið hversu mikið Elín væri búin að vera á bekknum hjá Íslandsmeisturunum.

„Cyera (Hintzen), sóknarmaðurinn Vals, hefur verið að standa sig vel. Þetta er bara samkeppni. Valur er með gott lið. Það er mikil breidd í hópnum og mikil samkeppni," sagði Steini.

„Ég er með Elín Mettu í þessum hóp af því ég hef trú á henni. Ég held að hún sé með flest mörk miðað við hverja mínútu í deildinni," sagði Steini en það er rétt hjá honum; Elín Metta er með hæsta markahlutfallið í deildinni miðað við mínútufjöldann sem hún hefur spilað. Hún er með 0,71 miðað við hverjar 90 mínútur en engin er með betra hlutfall en hún í Bestu deildinni.

'Goals per 90' tölfræðin virkar þannig að það er reiknað út hver er að skora mest ef miðað er við að allir leikmenn væru að spila 90 mínútur í leik. Þá er Elín með besta hlutfallið.

„Hún sýnir það alveg að þegar hún er að koma inn á að þá er hún að skora reglulega. Ég hef fulla trú á henni og það er ástæðan fyrir því að hún er í þessum hóp," sagði Steini en hægt er að sjá hópinn í heild sinni hérna.
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner