Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fös 22. september 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldvin Borgars spáir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins
Hvaða lið fara á Laugardalsvöll?
watermark Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Bræðurnir Andri og Brynjar eru mikilvægir fyrir KFK.
Bræðurnir Andri og Brynjar eru mikilvægir fyrir KFK.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
watermark Nær KFK úr 4. deild að leggja Víði að velli?
Nær KFK úr 4. deild að leggja Víði að velli?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Nær KFA að komast í úrslitin?
Nær KFA að komast í úrslitin?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslit Fótbolti.net bikarsins fara fram á morgun og þá ræðast hvaða lið komast alla leið á Laugardalsvöll. Keppnin er haldin í fyrsta skipti en lið í 2., 3. og 4. deild taka þátt. 31 félag voru skráð til leiks í upphafi en núna eru bara fjögur eftir.

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis og sparkspekingur með meiru, spáir í leikina.

Víðir 2 - 3 KFK, á morgun 14:00
Víðismenn eru sterkir á heimavelli en þetta KFK lið sem yfirmaður knattspyrnumála þar, Anton Freyr Geitin Jónsson er búinn að smíða er ógnvænlega gott, enda fóru þeir sanngjarnt upp úr 4. deildinni eins og við var að Búa-st (see what I did here hehe).

Víðismenn byrja sterkt enda KFK menn búnir að vera úti í Búdapest á bender í boði Kidda Páls, eiganda KFK. Tómas Leó kemur Víðismönnum yfir, en eftir ca hálftíma leik verða gestirnir úr Kópavogsdalnum búnir að hrista af sér slenið og komnir í gang, Stefán Ómar skorar eitthvað klassískt mark af harðfylgi og jafnar leikinn, 1-1 í hálfleik.

KFK menn koma sterkir út í seinni eftir þrumuræðu frá Búa, Antoni Geit og Kidda Páls, enda þeir þrír hættulega málmóðir menn sem gera allt til að vinna, ég hef séð Anton svindla í spilum til að vinna tildæmis. Smíðabræður Andri og Binni Jó koma KFK yfir snemma í seinni, annar þeirra leggur upp og hinn skorar en enginn veit hvort gerði hvað svo dómarinn giskar bara hvorn hann skráir markið á, Víðismenn vakna við þetta þar sem Eva Rut, drottningin í Garðinum tekur trylling og urðar yfir sína menn, skipar Svenna þjálfara að setja Atla Kerlon inná og fleira, sem Svenni þorir ekki að gera annað en að hlýða, það snýr við leiknum og Atli Kerlon jafnar leikinn á ca 80 mín með sturluðu einstaklingsframtaki.

Þarna þurfa þjálfari, eigandi og yfirmaður knattspyrnumála hjá KFK að bregðast hratt við enda vita þeir að framlenging muni ekki fara vel í þeirra menn eftir viku í Búdapest þar sem tilgangur ferðarinnar var ekki að æfa með Ferencvaros eða skokka upp Castle Hill. Þannig þeir kalla í Atla Dag, einn eitraðasta vinstri fór landsins og henda honum inná með þau einu skilaboð að klára þennan leik fyrir þá, Atli kemur hins vegar með ömurlega innkomu og á varla heppnaða sendingu, enda tímabilið löngu búið í hausnum á honum, þá stígur Sigurður Orri óvæntur upp, tekur rosalegt hlaup upp hægri vængbakvörðinn, klobbar tvo að hætti Luigi og hamrar boltann í netið á 90+3 og allt tryllist, Eva Rut tekur akademískt brjálæðiskast á hliðarlínunni enda hefði þessi titill bjargað vonbrigðartímabili Víðismanna sem horfðu upp á Sandgerðinga sækja titil fyrir nokkrum dögum og fara upp svo nú er blái hluti Suðurnesjabæjar ekki með montréttinn, KFK siglif hinsvegar áfram í úrslitaleikinn og Kiddi Páls hringir beint í Kölska til að dressa liðið upp fyrir mætingu á Laugardalsvöll.

KFA 2 - 2 KFG (KFA áfram í vító), á morgun 14:00
Hér fáum við sterkan 2. deildar slag þar sem bæði lið upplifðu vonbrigði eftir toppbaráttu megnið af sumrinu, KFG gaf svosem mun fyrr eftir og það vissu allir að það myndi gerast, en KFA tapar sinni frábæru stöðu algjörlega niður í lok móts og vonbrigðin endanlega kláruð í lokaumferðinni fyrir viku.

KFG menn byrja leikinn betur enda erfitt fyrir Austfirðinga að rífa sig upp úr þeim andlega dal sem þeir eru í eftir síðustu helgi, Kári Péturs fær boltann og leikur sér að 2-3 KFA mönnum áður en hann leggur boltann á Jolla sem skorar af miklu öryggi mjög snemma í leiknum og KFA menn slegnir. Um miðjan fyrri hálfleik leika Garðbæingar listir sínar aftur með frábærum spilkafla að hætti Bjössa og Kristjáns Guardiola, liðið tekur einhverjar 45 sendingar sín á milli þar sem allir leikmenn KFG snerta boltann nema Tómas Orri, enda hans hlutverk bara að djöflast, berjast og garga inná vellinum auk þess að vera með stæla og leiðindi, illa góður í því. Þetta glæsilega mark endar með stungusendingu frá Kára Péturs á Dag Gadda Jóson sem klárar feykivel og Garðbæingar fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.

Titlaóði Grikkinn, Mike tekur algjöran trylling á sína menn í hálfleik, gerir fimmfalda skiptingu og segir að hann hefði gert 11 breytingar ef hann gæti það, en bað þessa 6 sem áfram fá að spila leikinn til þess að drulla sér í gang annars taki hann menn útaf og setji enga inná í staðinn. Unnar Ari tekur undir orð þjálfarans og kveikir aðeins í mönnum.

The comeback is on - Unnar Ari stangar boltann inn snemma í seinni eftir hornspyrnu og KFA menn með öll völd á vellinum, þrumuræða Mike að skila sér. Áfram halda heimamenn að þjarma að gestunum sem eru öflugir í að verjast með Tómas Orra fremstan í flokki.

Marteinn Már fer mjög illa með Tómas á ca 75 mínútu, klobbar hann tvisvar og Tómas sparkar Martein niður, gult spjald og aukapyrna á hættulegum stað, Marteinn gerir smá grín í Tómasi fyrir að hafa pakkað honum saman og Tómas missir hausinn, hrindir Marteini og segir nokkur vel valin orð, seinna gula og Tómas sendur í sturtu, KFG manni færri síðasta korterið og marki yfir.

Ekkert verður úr aukaspyrnunni en KFA menn herða tökin enn frekar enda manni fleiri, það er svo á 85 mín sem að Danilo Milenkovic mætir á fjær eftir góðan sprett frá Marteini úti vinstra megin, Marteinn leggur hann í utanáhlaupið frá Geir sem neglir boltanum þvert fyrir markið beint á Danilo sem jafnar leikinn.

Síðustu mínútur venjulegs leiktíma liggja heimamenn á gestunum sem verjast vel og ná ekki að koma inn sigurmarki svo það þarf að framlengja. Í framlengingu er sagan sú sama, gestirnir liggja djúpt og verjast vel í þessum þýska heraga sem Lalli Gumm hefur komið með inn í klúbbinn, KFA menn reyna allt sem þeir geta til að brjóta varnarmúrinn á bak aftur en gengur erfiðlega, eina sem Mike var ánægður með við framlenginguna var að fá inn auka skiptingu svo hann gat gert sjöttu breytinguna sína.

Leikurinn fer alla leið í vító þar sem KFA klárar þetta örugglega enda alvöru Balkanskagataugar í liðinu þar sem vita ekki hvað pressa er, þeir vinna vítóið af miklu öryggi, 4-1 þar sem Nikola ver þrjár spyrnur gestanna og Vice, Danilo, Zvonomir og Geir skora af miklu öryggi úr sínum spyrnum, Geir sýnir Mike að guttinn sé með betri vinstri fót en þjálfarinn og þrumar boltanum upp í samskeytinn og tryggir þar með KFA á Laugardalsvöll og titlavon Mike lifir!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner