Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. október 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland vill 30 milljónir í árslaun
Mynd: EPA
Mark Ogden hjá ESPN heldur því fram að norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland muni fara fram á 30 milljónir punda í árslaun hjá næsta félagi sem hann fer til.

Haaland er lykilmaður í liði Borussia Dortmund og hefur verið að raða inn mörkunum frá komu sinni til félagsins. Hann er falur næsta sumar fyrir um 90 milljónir evra og hafa öll helstu lið Evrópu áhuga.

Manchester United, City, Chelsea, Real Madrid og PSG koma öll til greina sem áfangastaðir fyrir ungstirnið sem selur sig þó ekki ódýrt og vill rúmlega hálfa milljón punda í vikulaun.

Haaland er með Mino Raiola sem umboðsmann og getur því verið nokkuð viss um að fá sem bestan samning hjá sínu næsta félagsliði.

Haaland hefur skorað 70 mörk í 69 leikjum frá komu sinni til Dortmund í janúar 2020.
Athugasemdir
banner