Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 08:15
Elvar Geir Magnússon
Líklegast að Haaland fari til Man City, PSG eða Bayern
Powerade
Norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland.
Norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Luis Diaz er orðaður við Newcastle.
Luis Diaz er orðaður við Newcastle.
Mynd: EPA
Everton vill fá Jesse Lingard.
Everton vill fá Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Haaland, Díaz, Lingard, Mbappe, Van de Beek, Wilshere og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Real Madrid mun ekki ná að fá Erling Haaland (21) en þessi norski sóknarmaður Dortmund er líklegastur til að fara til Manchester City, Paris St-Germain eða Bayern München. (AS)

Manchester United og Chelsea hafa einnig áhuga á Haaland sem vill fá yfir 30 milljónir punda í árslaun. (ESPN)

Newcastle United hefur áhuga á kólumbíska vængmanninum Luis Díaz (24) hjá Porto og er tilbúið að ganga að 67 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans. (Sport TV)

Everton vill fá Jesse Lingard (28) frá Manchester United í janúar. (Football Insider)

Barcelona vill skáka Real Madrid með því að fá franska framherjann Kylian Mbappe (22) frá PSG þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (AS)

Belgíski vængmaðurinn Eden Hazard (30) gæti yfirgefið Real Madrid næsta sumar og farið aftur til Chelsea. (El Nacional)

Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus, segir að slæm byrjun á tímabilinu megi rekja til þess að Cristiano Ronaldo (36) hafi farið til Manchester United svona seint í sumarglugganum. (DAZN)

Donny van de Beek (24), miðjumaður Manchester United, mun ekki snúa aftur til Ajax en það eru þó miklar líkur á að hann yfirgefi Old Trafford. (Fabrizio Romano)

Ole Gunnar Solskjær segir að félagið hafi ekki fengið tilboð frá Everton í hollenska landsliðsmanninn Van de Beek. (RTL7)

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segir að leikmenn standi með Solskjær og hafi trú á Norðmanninum. (TNT Sports)

Liverpool, Manchester United og PSG buðu Ansu Fati (18) hærri laun áður en ungstirnið skrifaði undr nýjan samning við Barcelona. (Cope)

Jack Wilshere (29), fyrrum miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, er opinn fyrir því að fara til Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. (TalkSport)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ekki hafa haft áhyggjur af því að Emile Smith Rowe (21) færi frá félaginu í sumar. (Metro)

Atletico Madrid og Real Madrid vilja fá Karim Adeyemi (19), sóknarmann Red Bull Salzburg. Hann hefur skorað 12 mörk í 19 leikjum á þessu tímabili. (Diario AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner