Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 22. október 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næstu andstæðingar Íslands fengið átta mörk á sig tvisvar í röð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 4-0 sigur gegn Tékklandi í undankeppni HM í kvöld. Frábær sigur í lykilleik í riðlinum.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Íslenska liðið er komið á blað í riðlinum eftir tvo leiki. Stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum gegn Hollandi, 0-2, en bættu upp fyrir það með þessum flotta sigri í kvöld.

Búist er við því að Ísland og Tékkland verði í baráttunni um annað sætið í riðlinum og þess vegna var þetta lykilleikur. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint á HM og liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Ísland getur komið sér upp fyrir Tékkland í öðru sæti með sigri gegn Kýpur í næsta leik. Það ætti að vera skyldusigur fyrir Ísland.

Kýpur hefur spilað þrjá leiki í riðlinum til þessa og tapað þeim öllum. Þær töpuðu 1-4 gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik og hafa svo tapað síðustu tveimur leikjum sínum - gegn Tékklandi og Hollandi - með sömu markatölu: 8-0. Liðið er án stiga með markatöluna 1-20 eftir þrjá leiki.

Þær mættu Hollandi í kvöld og þar skoraði Jill Rood, leikmaður Wolfsburg, þrennu. Vivianne Miedema, Danielle van de Donk, Joelle Smits og Merel Didi van Dongen voru einnig á skotskónum. fyrir Holland. Eitt markið var sjálfsmark.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur talað hreina íslensku með að markmiðið sé að fara á HM í fyrsta sinn. Ef liðið ætlar sér að gera það, þá á að setja kröfu á sigur gegn Kýpur og það sannfærandi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner