Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlunin að Arnar Viðars leggist í dvala og fari að skrifa
Arnar Þór Viðarsson, U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Arnar Þór Viðarsson, U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Getty Images
Arnar Viðarsson stýrði U21/U20 landsliðinu í síðasta leik ársins á þriðjudaginn þegar liðið tapaði 3-0 í vináttulandsleik gegn Englandi í Wycombe.

Arnar tók við U21 landsliðinu í janúar og var hann svo ráðinn yfirmaður knattspyrnusvið hjá KSÍ í apríl.

Næsti landsliðsgluggi er ekki fyrr en í mars og var Arnar spurður að því eftir leikinn á Englandi hvað tæki við hjá honum næstu mánuðina.

„Það er að skipuleggja 2020, við erumá fullu að skipuleggja leiki, æfingaleiki, keppnisleiki og æfingaferðir. Það er langt komið."

„KSÍ er að gera fjárhagsáætlun í enda ársins og það er það sama hjá knattspyrnusviðinu."

„Núna í vetur er svo ætlunin að ég leggist í dvala og skrifi stefnu, afreksstefnu KSÍ. Ég þarf að taka upp pennann, nokkur blöð og byrja að skrifa."

Viðtalið við hann í heild sinni er hér að neðan.
Arnar Viðars: Erum í þessu til að búa til leikmenn
Athugasemdir
banner
banner