Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. nóvember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Skelfileg mistök hjá markverði Leverkusen
Lukas Hradecky gat hlegið eftir leik
Lukas Hradecky gat hlegið eftir leik
Mynd: Getty Images
Lukas Hradecky, markvörður Bayer Leverkusen, skoraði furðulegt sjálfsmark í 2-1 sigri liðsins á Arminia Bielefeld í þýsku deildinni í gær en hann gat þó hlegið að mistökunum eftir leikinn.

Leverkusen var að leiða leikinn 1-0 á 47. mínútu er varnarmaður Leverkusen átti sendingu til baka á Hradecky.

Finnski landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að þruma boltanum fram völlinn en hitti hann illa þannig boltinn skoppaði af honum og í netið.

„Það er í gott og blessað að fólk geti hlegið að þessu. Þetta verður á Youtube og breytist jafnvel í meme," sagði Hradecky í viðtali eftir leik.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.

Mistök Hradecky gegn Arminia Bielefeld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner