Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. nóvember 2020 10:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skipti á Eriksen og Fred - Wijnaldum til Inter
Powerade
Wijnaldum rennur út á samningi næsta sumar.
Wijnaldum rennur út á samningi næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Fred til Inter í skiptum við Eriksen?
Fred til Inter í skiptum við Eriksen?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki þessa sunnudags er í boði Powerade og er allt helsta slúðrið tekið saman af BBC.



Manchester City er að bjóða Raheem Sterling (25) nýjan samning. Félagið ætlar að bjóða honum og Gabriel Jesus (23) launahækkun. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri City, hefur sett það í forgang að finna nýjan framherja í stað Sergio Aguero (32) sem verður samningslaus næsta sumar. Darwin Nunez (21) framherji Benfica er sagður ofarlega á lista. (Telegraph)

Cristiano Ronaldo (35) er sagður opinn fyrir endurkomu til Real Madrid. (Marca)

Man Utd er tilbúið að selja Sergio Romero (33) fyrir 2,5 milljónir punda í janúar. (Star)

Dean Henderson (23) vill fara frá United að láni til að fá að spila og berjast um landsliðsmarkvarðarstöuna. (Sun)

Olivier Giroud (34) gæti farið til David Beckham hjá Inter Miami í janúar. (Mirror)

Inter Milan fylgist einnig með Giroud sem og Gini Wijnaldum (30) hjá Liverpool. (Corriere dello Sport)

Harry Winks (24) vil fara á láni frá Tottenham til aðeiga möguleika á landsliðssæti. (Football Insider)

Isco (28) vill fara frá Real Madrid. Man City og Arsenal eru sögð hafa áhuga. (Marca)

Inter væri opið fyrri skiptum á Christian Eriksen (28) og Fred (27) leikmanni United. (Football Italia)

Manchester United var að ganga frá kaupum á Ansu Fati (18) í sumar en Barcelona hætti við söluna. (Sport)

Dayot Upamecano (22), leikmaður RB Leipzig, hefur líkað við Instagram færslu um að hann gæti farið til United. (MEN)

PSG gæti selt Neymar (28) til að geta boðið Kylian Mbappe (21) nýjan og betri samning. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner