Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 22. nóvember 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Messi um ráðninguna á Xavi: Hann mun hjálpa Barcelona
Mynd: EPA
Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi er ánægður með ráðningu Barcelona á Xavi en hann telur hann vera rétta manninn í starfið.

Ronald Koeman var rekinn frá Barcelona fyrir landsleikjatörnina og Xavi ráðinn í hans stað.

Xavi byrjaði á sigri gegn nágrönnunum í Espanyol en Messi telur að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir Barcelona.

„Ég er viss um að Xavi mun hjálpa Barcelona. Liðið mun bætta sig þökk sé honum. Hann er þjálfari sem veit næstu skref í þessari stöðu og þekkir Barca inn og út. Þetta er frábær ráðning," sagði Messi við Marca.

Messi yfirgaf Barcelona í sumar og gekk til liðs við Paris Saint-Germain á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner