
Það er óhætt að segja að Sádí-Arabía hafi aldrei byrjað eins vel á heimsmeistaramóti.
Liðið vann einn óvæntasta sigur í sögu HM er liðið lagði Argentínu að velli í fyrsta leik dagsins á HM.
Liðið vann einn óvæntasta sigur í sögu HM er liðið lagði Argentínu að velli í fyrsta leik dagsins á HM.
Sádí-Arabía sýndi ótrúlega mikinn kraft og vörðust á magnaðan hátt eftir að hafa náð 2-1 forystu.
Fram að þessum leik þá hafði Sádí-Arabía alltaf tapað opnunarleik sínum á heimsmeistaramóti, alveg frá því þeir tóku þátt í fyrsta sinn árið 1994. Þeir höfðu tapað síðustu þremur opnunarleikjum sínum samtals 16-0. Þetta er þeirra fjórði sigur á HM frá upphafi.
Þetta er þá í fyrsta sinn síðan í september í fyrra þar sem Sádar skora tvö mörk eða meira í leik. Þeir gerðu það síðast gegn Víetnam, í 3-1 sigri.
Fyrsti leikur Sádí-Arabíu á HM:
1994: 2-1 tap gegn Hollandi
1998: 0-1 tap gegn Danmörku
2002: 8-0 tap gegn Þýskalandi
2006: 0-3 tap gegn Írlandi
2018: 5-0 tap gegn Rússlandi
2022: 1-2 sigur gegn Argentínu
Athugasemdir