
Matty Cash, hægri bakvörður Aston Villa, er í byrjunarliði pólska landsliðsins sem er að fara að mæta Mexíkó klukkan 16.
Cash fékk pólskan ríkisborgararétt í október 2021 en hann fæddist á Englandi og talar ekki pólsku.
Cash er af pólskum ættum í móðurætt og afi hans fæddist í bæ sem var þá í Póllandi en tilheyrir í dag Úkraínu.
Cash fékk pólskan ríkisborgararétt í október 2021 en hann fæddist á Englandi og talar ekki pólsku.
Cash er af pólskum ættum í móðurætt og afi hans fæddist í bæ sem var þá í Póllandi en tilheyrir í dag Úkraínu.
Cash var fljótur að verða gríðarlega vinsæll meðal pólskra stuðningsmanna, með frammistöðu sinni, persónuleika og hugarfari.
Eins og áður segir talar Cash ekki pólsku en hann notaði Youtube til að læra að syngja með pólska þjóðsöngnum og mun því væntanlega taka lagið á eftir.
Athugasemdir