Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Solbakken verður leikmaður Roma 1. janúar - Samningur til 2027
Mynd: EPA

Norski framherjinn Ola Solbakken verður kynntur sem nýr leikmaður ítalska félagsins AS Roma 1. janúar. Hann er búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning sem gildir til sumarsins 2027.


Roma fær hann á frjálsri sölu frá Bodö/Glimt þar sem Jose Mourinho hefur miklar mætur á honum eftir að hafa mætt honum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.

Solbakken er 24 ára gamall og hefur spilað fjóra landsleiki fyrir Noreg en hann á einnig þrjá leiki að baki fyrir U17 landsliðið.

Solbakken er einn af fjórum leikmönnum Bodö/Glimt sem yfirgefur félagið eftir tímabilið. Alfons Sampsted er einnig á förum ásamt Nikita Haikin og Anders Konradsen.


Athugasemdir
banner
banner