Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   þri 22. nóvember 2022 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal við eiginkonu sína: Getur komið á hótelið til þess að fá drátt
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, var hress á æfingasvæðinu í Katar í dag.

Holland byrjaði mótið vel, með 2-0 sigri gegn Senegal í gær. Cody Gakpo og Davy Klaassen skoruðu mörk Hollendinga seint í leiknum og flottur sigur staðreynd.

Það var æfing hjá Hollandi í morgun en þar náðist á myndband þegar Van Gaal ræddi við eiginkonu sína, Truus.

Van Gaal er ekki eins og menn flestir, en fyrir framan myndavélarnar bauð hann eiginkonu sinni upp á hótel - upp í sitt herbergi.

„Þú getur komið upp á hótel, í mitt herbergi. Til þess að fá drátt," sagði Van Gaal en fjallað hefur verið um þetta í hollenskum fjölmiðlum.

Van Gaal greinilega í miklu stuði eftir sigur gærdagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner