Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Logi Hrafn til Króatíu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn Logi Hrafn Róbertsson er búinn að skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við króatíska félagið NK Istra, sem leikur í efstu deild í heimalandinu.

Logi Hrafn fer til Króatíu á frjálsri sölu eftir að samningur hans við FH rann út eftir síðustu leiktíð, en Logi er 20 ára gamall og er fyrirliði U21 landsliðs Íslands. Istra greiðir fullar uppeldisbætur til FH eftir að hafa verið í góðum samskiptum við félagið síðan í júlí.

Hann á yfir 30 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, auk þess að hafa tekið þátt í einum A-landsleik.

Logi er uppalinn hjá FH og hefur verið mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu síðustu tvö ár. Hann á 80 leiki að baki Bestu deildinni.

Logi var meðal annars orðaður við sænska félagið Helsingborg í haust en mun leika í króatísku deildinni eftir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner