Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 23. janúar 2022 10:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eriksen við það að ganga í raðir Brentford - Burnley á eftir Ramsey
Powerade
Eriksen að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina
Eriksen að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Heimasíða Inter
Vill fara til City!
Vill fara til City!
Mynd: Getty Images
Fer Guardiola til Hollands?
Fer Guardiola til Hollands?
Mynd: EPA
Tarkowski, Carlos, Vlahovic, Calvert-Lewin, Bissouma, Ramsey, Hazard, Traore koma allir fyrir í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Burnley er tilbúið að samþykkja tilboð Newcastle United í varnarmanninn James Tarkowski. (Sun)

Umboðsmaður varnarmannsins Diego Carlos er að ýta á Sevilla að selja leikmanninn til Newcastle. Enska félagið hefur mikinn áhuga á leikmanninum en Sevilla víll í kringum 60 milljónir punda fyrir hann. (90 min)

Newcastle er sagt ætla hafa samband við Brighton vegna Yves Bissouma en hann mun kosta 50 milljónir punda. (Mail)

Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun skrifa undir hjá Brenford á næstu 72 tímum, sjö mánuðum eftir að hann fór í hjartastopp á EM. (Mirror)

Pep Guardiola stjóri Man City mun fá tilboð frá hollenska knattspyrnusambandinu um að taka við landsliðinu þegar hann yfirgefur City. (Sun)

Arsenal hefur gert tæplega 60 milljón punda tilboð í Dusan Vlahovic framherja Fiorentina. Þessi 21 árs gamli Serbi er með 17 mörk í 21 leik í Serie A á þessari leiktíð. (Tutto Mercato)

Þrátt fyrir það bíður Vlahovic eftir tilboði frá Man City. (La Repubblica)

West Ham vill fá enska framherjann Dominic Calvert-Lewin frá Everton. Það er 60 milljón punda verðmiði á leikmanninum. (Sun)

Burnley vill fá Aaron Ramsey frá Juventus á láni út tímabilið. Massimiliano Allegri stjóri Juventus hefur staðfest að Walesverjinn muni yfirgefa félagið í janúar. (Sun)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að Eden Hazard muni vera áfram hjá félaginu. Þessi 31 árs gamli Belgi hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina í Janúar. (Mail)

Man City er sagt hafa betur gegn Real Madrid í kapphlaupinu um Julian Alvarez framherja River Plate. Þessi 21 árs gamli Argentínumaður er sagður vera hinn nýji Sergio Aguero en Barcelona og Bayern Munchen hafa einnig áhuga á honum. (Star)

Aston Villa hefur áhuga á hinum 24 ára gamla Rodrigo Bentancur leikmanni Juventus. Þessi Úrugvæi hefur leikið 18 leiki í deildinni fyrir Juventus á þessari leiktíð. (Mail)

West Ham hefur dregið sig úr baráttunni um Adama Traore vængmann Wolves eftir að þeim var tjáð að hann sé að skrifa undir hjá Tottenham. (Football Insider)

Chelsea hefur áhuga á Borna Sosa, vinstri bakverði Stuttgart. Þessi Króati var á óskalista Aston Villa fyrr í mánuðinum. Inter Milan hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Sky Deutschland)

Liverpool er hætt við að festa kaup á miðjumanninum Denis Zakaria hjá Gladbach. Þessi 25 ára gamli Svisslendingur var sagður vera á leiðinni á Anfield. (Liverpool Echo)

Atletico Madrid vill fá Marcos Alonso frá Chelsea. (Marca)

Arsenal er nálægt því að næla í Arthur Melo frá Juventus á láni næstu 18 mánuði. Juventus er til í að láta hann fara ef félagið finnur mann í hans stað.(Tuttosport)

PSG hefur áhuga á Jonathan David 22 ára gömlum framherja Lille. Chelsea, Tottenham og Barcelona hafa einnig spurst fyrir um Kanadamanninn. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner