Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 23. janúar 2022 11:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xhaka telur að Arsenal geti náð Chelsea og Liverpool
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka leikmaður Arsenal er hneykslaður á því að flestir séu að tala um að félagið sé að berjast um fjórða sætið.

Liverpool vann Arsenal í undan úrslitum deildabikarsins á dögunum en tvö mörk frá Diogo Jota á Emirates á fimmtudaginn tryggði Liverpool sæti í úrslitum. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og Xhaka var rekinn útaf með rautt.

Hann segir að þrátt fyrir tapið gegn Liverpool eigi liðið mikið inni og geti endað fyrir ofan Liverpool í deildinni.

„Ég trúi því að við getum gert miklu betur en þetta. Chelsea er í erfiðleikum um þessar mundir, við erum ekki svo langt frá þeim, meira segja Liverpool líka."

„Í fyrsta lagi þurfum við að horfa á okkur sjálfa. Taka stigin sem við þurfum og ekki horfa á aðra."

Arsenal er í 7.sæti 10 stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Arsenal fær Burnley í heimsókn kl 14 í dag og á sama tíma heimsækir Liverpool lið Crystal Palace. Chelsea leikur grannaslag gegn Tottenham í síðasta leik umferðarinnar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner