mán 23. janúar 2023 16:02
Elvar Geir Magnússon
Ronald Koeman tekinn aftur við Hollandi (Staðfest) - Lofar að spila 4-3-3
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman hefur verið ráðinn þjálfari hollenska landsliðsins að nýju, hann tekur við af Louis van Gaal sem lét þjálfaramöppuna upp í hillu eftir HM í Katar.

Á fréttamannafundi í dag lofaði Koeman því að Holland myndi spila 4-3-3 leikkerfi undir sinni stjórn en ekki 5-3-2 leikkerfi eins og Van Gaal spilaði, við litla hrifningu fjölmiðla og almennings í Hollandi.

Koeman stýrði Hollandi 2018-2020 en lét af störfum til að taka við Barcelona. Hann var svo rekinn þaðan 2021 og Xavi ráðinn til starfa. Fyrr á árinu varð hann bikarmeistari með Börsungum.

Á stjóraferli sínum hefur Koeman meðal annars stýrt Everton, Southampton, Valencia og Ajax.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner