Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 23. febrúar 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ægir átti aldrei möguleika gegn Njarðvík
Bergþór Ingi skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Bergþór Ingi skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 8 - 0 Ægir
1-0 Bergþór Ingi Smárason ('4)
2-0 Bergþór Ingi Smárason ('20)
3-0 Kenneth Hogg ('21)
4-0 Bergþór Ingi Smárason ('22)
5-0 Kenneth Hogg ('35)
6-0 Theodór Guðni Halldórsson ('55)
7-0 Kenneth Hogg ('57)
8-0 Kenneth Hogg ('62)

Njarðvík gjörsamlega rúllaði yfir Ægi er liðin mættust í B-deild Lengjubikarsins fyrr í kvöld.

Bergþór Ingi Smárason og Kenneth Hogg fóru á kostum og skoruðu samtals sjö mörk í leiknum. Þrjú þeirra komu á tæpum þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Bergþór Ingi var búinn að fullkomna þrennuna sína á 22. mínútu. Kenneth skoraði tvö í hvorum leikhluta og komst Theodór Guðni Halldórsson einnig á blað.

Liðin mættust í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Njarðvík er í öðru sæti þrátt fyrir stórsigurinn, Kórdrengir verma toppsætið eftir 11-1 sigur á KFG.
Athugasemdir
banner
banner