þri 23. febrúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Ari Freyr að jafna sig eftir kórónuveirusmit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason, leikmaður Oostende í Belgíu, er að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir að hafa verið fjarri góðu gamni síðustu vikurnar.

Ari smitaðist af kórónuveirunni í byrjun mánaðarins en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag.

„Ég út­skrifaðist síðasta fimmtu­dag en ég tel mig hafa sloppið nokkuð vel. Ég missti bara bragð og lykt­ar­skyn og ég fann fyr­ir smá þreytu fyrstu vik­una en ekk­ert al­var­legt þannig," sagði Ari við mbl.is.

„Við feng­um þetta öll fjöl­skyld­an og miðað við hvernig ástandið er í heim­in­um í dag þá tel ég okk­ur öll hafa sloppið mjög vel,“ sagði Ari.

Ari hefur verið fastamaður hjá Oostende í vetur en liðið er í fjórða sæti í belgísku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner