Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 15:43
Elvar Geir Magnússon
Ársþing KSÍ á Ásvöllum á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
75. ársþing KSÍ fer fram á laugardag, 27. febrúar næstkomandi. Þingið verður að þessu sinni haldið rafrænt í gegnum fjarfundarbúnað vegna Covid-19 faraldursins.

Til stóð að þingið færi fram að Ásvöllum í Hafnarfirði, heimasvæði Hauka, áður en ákvörðun var tekin um rafrænt þing.

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ársþingið 2022 fari fram að Ásvöllum en Haukar óskuðu eftir því.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en engin mótframboð bárust og því ljóst að hann verður áfram í þessu hlutverki.

Stóra málið á þinginu verða tillögur um breytt mótahald í efstu deild karla en fjórar tillögur liggja fyrir til að fjölga leikjum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner