Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Chelsea mætir toppliðinu á Spáni
Mynd: Fótbolti.net
Chelsea mætir Atletico Madrid í kvöld.
Chelsea mætir Atletico Madrid í kvöld.
Mynd: Getty Images
16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Guðmundur Steinarsson

Lazio 1 - 2 Bayern Munchen
Áhugaverð viðureign, bæði lið búin að eiga ágætis tímabil sem af er. Finnst Bayern líklegri, en meiðsli og veikindi í þeirra herbúðum gæti sett haft áhrif.

Atletico Madrid 3 - 2 Chelsea
Ansi spennandi leikur, Atletico voru í raun ekkert sérstakir í riðlakeppninni en eru í fluggírnum í deildinni. Chelsea voru eru á hinni vaktinni, voru mjög öflugir í riðlakeppninni en deildin hefur ekki verið neitt spes þó úrslitin hafi verið betri eftir komu Touchel.
Einvígið verður opið upp á gátt eftir þennan leik þó tel ég að Atletico verði ofan á í þessum leik

Kristján Guðmundsson

Lazio 2 - 2 Bayern Munchen
Þetta verður hörkuleikur. Lazio eru í fantaformi á meðan Bayern hefur aðeins verið að gefa eftir. Það mun vanta einhverja lykilmenn hjá Bayern í þessum leik en spenntastur er ég fyrir því hvernig þeir munu manna miðsvæðið gegn 3-5-2 kerfi Lazio. Mun Flick breyta frá því sem þeir eru vanir að gera?

Atletico Madrid 1 - 1 Chelsea
Þvílíka skákin sem þessi leikur verður. Það er slæmt fyrir Atletico að leikurinn fari ekki fram á þeirra eigin heimavelli. Margir leikmenn fjarverandi af ýmsum ástæðum og spurning hvort að Simeone haldi sig við 3 manna vörnina. Það má fastlega gera ráð fyrir því og það hefur verið gaman að fylgjast með breytingunum hjá Atletico í vetur. Það sama má segja um Chelsea eftir að Tuchel tók við. Sterkur varnarleikur hefur einkennt liðið í seinustu leikjum og gera má ráð fyrir að svo haldi áfram í kvöld.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Lazio 0 - 2 Bayern Munchen
Þó Bæjarar hafi ekki verið of sannfærandi í síðustu deildarleikjum, síðan liðið vann HM félagsliða, þá hrökkva þeir aftur í gírinn í kvöld. Það var ákveðinn sigur unninn hjá Lazio að komast í útsláttarkeppnina en Bayern mun fara alla leið í keppninni. Thomas Muller er enn í einangrun eftir að hafa fengið veiruna en það kemur ekki að sök.

Atletico Madrid 1 - 0 Chelsea
Simeone hefur aldrei tapað heimaleik í útsláttarkeppninni sem stjóri Atletico. Þetta verður stál í stál í kvöld en Spánverjarnir taka nauman sigur á hlutlausum velli í Búkarest.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 1
Kristján Guðmundsson - 0
Fótbolti.net - 0
Athugasemdir
banner
banner