Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Everton dæmdur í lífstíðarfangelsi
Li Tie er á leið í fangelsi
Li Tie er á leið í fangelsi
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Kína fyrir að hagræða úrslitum leikjum og greiða mútur til að landa landsliðsþjálfarastöðu kínverska landsliðsins. Þetta kemur fram í fréttum frá Kína í dag.

Stuðningsmenn Everton ættu að kannast ágætlega við Tie, en hann spilaði með liðinu frá 2002 til 2006.

Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Lianoning og heillaði þar áður en hann var keyptur ári síðar. Alls lék hann 40 leiki á tíma sínum í Liverpool-borg.

Lie Tie fór þaðan til Sheffield United en spilaði aðeins einn leik fyrir félagið áður en hann snéri aftur til Kína.

Kínverskir miðlar greina nú frá því að hann hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hagræða úrslitum leikja og greiða mútur til að landa landsliðsþjálfara stöðu kínverska landsliðsins.

Þessi fyrrum fótboltamaður átti að hafa hagrætt úrslitum þegar hann stýrði Hebei China Fortuna og Wuhan Zall í heimalandinu.

Hann tók þá við og greiddi mútur á meðan hann var þjálfari kínverska landsliðsins frá 2019 til 2021. Í kínverskum miðlum kemur fram að hann hafi greitt 300 þúsund dollara til að landa landsliðsþjálfarastöðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner