Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Innköst Sveindísar að valda miklum usla
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Serbía og Ísland eru að gera 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar, en það var Hlín Eiríksdóttir sem jafnaði metin fyrir íslenska liðið.

Serbar komust í forystu á 19. mínútu með marki Tijönu Filipovic en það tók íslenska liðið aðeins fimm mínútur að jafna metin.

Hlín Eiríksdóttir gerði markið. Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast inn í teiginn og varð smá vandræðagangur í teignum áður en Hlín kom boltanum inn fyrir línuna. Einhverjir vilja meina að þetta væri sjálfsmark en við skráum þetta á Hlín í bili.

Tæpar fimmtán mínútur eru eftir af fyrri hálfleiknum. Þær íslensku hafa verið að bíta frá sér eftir jöfnunarmarkið og er liðið líklegt til að bæta við öðru.


Athugasemdir
banner
banner