
Hákon Arnar Haraldsson er feikilega spennandi leikmaður en hann verður tvítugur í apríl. Hann hefur farið með himinskautum með liði FC Kaupmannahafnar í Danmörku og skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið til 2027.
Félög úr stærri deildum Evrópu eru með Hákon undir smásjá sinni og talað um að hann verði mögulega einn dýrasti leikmaður í sögu danska boltans.
„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni," sagði Hákon sjálfur við Fótbolta.net í vikunni.
Félög úr stærri deildum Evrópu eru með Hákon undir smásjá sinni og talað um að hann verði mögulega einn dýrasti leikmaður í sögu danska boltans.
„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni," sagði Hákon sjálfur við Fótbolta.net í vikunni.
„Hann er að verða okkar skærasta vonarstjarna og taka við því hlutverki sem Gylfi Þór Sigurðsson var lengi í. Það er unun að horfa á drenginn spila fótbolta," segir fótboltalýsandinn Hörður Magnússon í viðtali við RÚV.
Hákon verður væntanlega í byrjunarliði Íslands í kvöld gegn Bosníu í Zenica, í fyrsta leik í nýrri undankeppni EM. Margir eru spenntir fyrir því að sjá Hákon í eldlínunni.
Óhætt er að segja að tölfræði hans með FCK sé allavega ljómandi góð:
???????? Hákon Haraldsson in #FCKVFF:
— The Playbook (@genius_playbook) March 20, 2023
???? 12.3 km covered - most
???? 72 pressures
???? 11 counter-pressures
???? 4 passes leading to a shot
???? 6 through balls
???? 1 goal
???? 0.3 xG
Performances like this are exactly why @FCKobenhavn have signed him to a new contract. ????#sldk | #fcklive https://t.co/1gZ9Dc8yjZ
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir