
Það er komið að því. Undankeppni EM 2024 hefst í kvöld.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Ísland hefur leik í Bosníu/Herzegóvínu þar sem liðið mætir heimamönnum á Bilino Polje vellinum. Liðið hefur verið að undirbúa sig í Þýskalandi undanfarna daga.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur á Viaplay.
Tveir aðrir leikir eru í riðli okkar Íslendinga. Slóvakía fær Lúxemborg í heimsókn og Portúgal fær Liechtenstein í heimsókn.
Tveir leikir eru hér heima á Íslandi en undanúrslitin í Lengjubikar kvenna hefjast á leik Breiðabliks og Þór/KA á Kópavogsvelli. Þá er leikur HK og Fylkis í Kórnum í B deild kvenna.
Leikir dagsins
Landslið karla - Undankeppni EM
19:45 Bosnía-Hersegóvína-Ísland (Bilino Polje Stadium)
19:45 Slóvakía-Lúxemborg (Stadion Antona Malatinského)
19:45 Portúgal-Liechtenstein (Estádio José Alvalade)
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
17:30 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur)
Lengjubikar kvenna - B-deild
18:00 HK-Fylkir (Kórinn)