
Það voru stór tíðindi að berast fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2024. Ísland sækir Bosníu heim í leiknum.
Edin Dzeko, langstærsta stjarnan í liði Bosníu, byrjar óvænt á bekknum.
Edin Dzeko, langstærsta stjarnan í liði Bosníu, byrjar óvænt á bekknum.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Bosnía stillir upp í 3-5-2 samkvæmt UEFA en fremstir eru Smail Prevljak, leikmaður Eupen í Belgíu, og Ermedin Demirovic, leikmaður Augsburg í Þýskalandi.
Dzeko er þaulreyndur sóknarmaður Inter á Ítalíu. Sagan segir að Dzeko sé að glíma við bakmeiðsli. „Sú staðreynd að ég er hér í landsliðinu 37 ára sýnir hversu miklu máli þetta skiptir mig. Ég yrði ánægðastur allra ef við tryggjum okkur í fyrsta sinn í lokakeppni EM," sagði Dzeko á fréttamannafundi í gær.
Það má segja að þrjár stærstu stjörnur Bosníu séu ekki með í leiknum í kvöld. Dzeko er á bekknum og þá eru Sead Kolasinac og Miralem Pjanic meiddir. Þeir hafa allir verið á mála hjá nokkrum af stærstu félögum Evrópu.
I got info that Dzeko was given injections for back pain this morning. Unfortunately, I have not been able to verify this.
— BiHFootball (@BiHFootball) March 23, 2023
Could be the reason why he is missing. #BIHISL
Athugasemdir