Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 23. mars 2023 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Englendingar hefndu fyrir tapið á Wembley - Ronaldo skoraði tvö
Englendingar unnu góðan 2-1 sigur á Ítalíu í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði þá tvisvar er Portúgal vann Liechtenstein 4-0 í riðli Íslands.

Declan Rice svaraði gagnrýnisröddum og kom Englendingum í forystu á 13. mínútu með marki eftir hornspyrnu áður en Harry Kane bætti markamet enska landsliðsins með marki úr víti undir lok fyrri hálfleiks eftir að Giovanni Di Lorenzo handlék boltann.

Ítalír minnkuðu muninn á 56. mínútu í gegnum Mateo Retegui, sem var óvænt nafn í hópnum hjá Ítölum, enda uppalinn í Argentínu.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum fékk Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir klaufalegt brot. Englendingar náðu hins vegar að halda út og lokatölur 2-1. Englendingar því með 3 stig í C-riðlinum.

Rasmus Hojlund, framherji Atalanta, skoraði þrennu fyrir Danmörk sem vann Finnland, 3-1, í H-riðli.

Í J-riðli, sem Ísland leikur í, vann Portúgal öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í leiknum, fyrra markið úr víti, en Joao Cancelo og Bernardo Silva gerðu hin mörkin.

Slóvakía og Lúxemborg gerðu markalaust jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Ítalía 1 - 2 England
0-1 Declan Rice ('13 )
0-2 Harry Kane ('44 , víti)
1-2 Mateo Retegui ('56 )
Rautt spjald: Luke Shaw, England ('80)

Norður-Makedónía 2 - 1 Malta
1-0 Eljif Elmas ('66 )
2-0 Darko Churlinov ('72 )
2-1 Yankam Yannick ('86 )
Rautt spjald: B%20%20Milevski, North Macedonia ('90)

H-riðill:

Kazakhstan 1 - 2 Slóvenía
1-0 Maksim Samorodov ('24 )
1-1 David Brekalo ('47 )
1-2 Zan Vipotnik ('78 )

Danmörk 3 - 1 Finnland
1-0 Rasmus Hojlund ('21 )
1-1 Oliver Antman ('53 )
2-1 Rasmus Hojlund ('82 )
3-1 Rasmus Hojlund ('90 )

San Marínó 0 - 2 Norður-Írland
0-1 Dion Charles ('24 )
0-2 Dion Charles ('55 )

J-riðill:

Portúgal 4 - 0 Liechtenstein
1-0 Joao Cancelo ('8 )
2-0 Bernardo Silva ('47 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('51 , víti)
4-0 Cristiano Ronaldo ('63 )

Slóvakía 0 - 0 Lúxemborg
Athugasemdir
banner