ÍA er búið að festa kaup á Gísla Laxdal Unnarssyni sem kemur til félagsins úr röðum Vals.
Gísli gerir þriggja ára samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2027 en hann er 24 ára gamall og spilar yfirleitt sem hægri kantmaður eða bakvörður.
Gísli er fjölhæfur leikmaður sem snýr aftur til uppeldisfélagsins sem þessum félagaskiptum. Hann hóf ferilinn með ÍA en skipti yfir til Vals í fyrra.
Gísli tók þátt í 17 af 27 deildarleikjum Vals í Bestu deildinni í fyrra og hefur nú ákveðið að snúa aftur á Akranes eftir árs fjarveru.
ÍA endaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar í fyrra, með 37 stig.
Athugasemdir