
Sérfræðingar í setti Stöð 2 Sport yfir landsleiknum eru langt í frá sáttir við varnarleik Íslands í báðum mörkunum í fyrri hálfleik. Tilviljunarkenndur varnarleikur, menn að gleyma sér og alls ekki að lesa leikinn rétt að þeirra mati.
Stór atriði sem laga þarf ætli Ísland sér að vera áfram í B-deild.
Stór atriði sem laga þarf ætli Ísland sér að vera áfram í B-deild.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 3 Kósovó
„Maður hefði viljað sjá Stefán fara fast á hann. Hann gefur honum alltof mikinn tíma á miðjunn, Stefán er í raun ekki að gera neitt annað. Svo kemur bolti innfyrir og þar eru þeir tveir á móti einum og hefðu getað lokað á sendinguna," sagði Lárus Orri Sigurðsson um Stefán Teit Þórðarson í seinna marki Kósovó í fyrri hálfleik.
„Hann er ekki hafsent og það er helvíti 'tall order' að spila sinn fyrsta leik sem hafsent í A-landsleik," sagði Kári Árnason en leikmenn sem eru ekki vanir því að spila í vörninni voru að spila þar í fyrri hálfleik. Þar á meðal er Stefán sem er miðjumaður en byrjaði sem miðvörður í þessum leik.
„Varnarleikurinn okkar er tilviljanakenndur og býður hættunni heim. Leikmenn eru mögulega settir í ósanngjarna stöðu. Þeir þurfa að stíga upp en eru beðnir um að leysa verkefni sem þeir geta kannski ekki leyst," sagði Lárus Orri.
Athugasemdir